Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 05. mars 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Íslendingaliðin töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Heimasíða Orlando City

Það fóru leikir fram í 2. umferð deildartímabilsins í Bandaríkjunum í nótt og komu nokkrir Íslendingar við sögu.


Þorleifur Úlfarsson byrjaði í fremstu víglínu hjá Houston Dynamo sem steinlá gegn New England Revolution. Þorleifur spilaði fyrsta klukkutíma leiksins en tókst ekki að skora í 3-0 tapleik.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er DC United tapaði á móti Columbus Crew í þokkalega jöfnum leik. Lokatölur urðu 2-0 þar sem Christian Benteke, Mateusz Klich og félögum tókst ekki að hafa betur með Wayne Rooney á hliðarlínunni.

Dagur Dan Þórhallsson lék þá allan leikinn í markalausu jafntefli Orlando CIty gegn FC Cincinnati.

Að lokum var Róbert Orri Þorkelsson ekki í hóp hjá CF Montreal sem tapaði fyrir Austin FC.

New England Revolution 3 - 0 Houston Dynamo

Columbus Crew 2 - 0 DC United

Orlando City 0 - 0 FC Cincinnati

Austin FC 1 - 0 CF Montreal


Athugasemdir
banner