Leao orðaður við Liverpool - Bayern lækkar verðmiðann á Coman - Nunez vildi fara í janúar
   mið 05. mars 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Antony ósammála Amorim: Yfirborðskennd greining
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Antony átti afar erfitt uppdráttar með Manchester United í enska boltanum en var lánaður til Real Betis í janúar og hefur látið ljós sitt skína á Spáni.

Fyrir nokkrum dögum sagði Rúben Amorim þjálfari Man Utd að slæmt gengi Antony gæti að stærstum hluta skrifast á líkamsstyrk leikmannsins. Amorim telur að Antony sé ekki nægilega sterkur líkamlega fyrir enska boltann.

„Við virðum skoðun Rúben Amorim en við erum algjörlega ósammála greiningu hans," segir Junior Pedroso umboðsmaður Antony.

„Það er mjög yfirborðskennd greining að segja að Antony hafi ekki gengið vel hjá United eingöngu útaf skorti á líkamsstyrk. Það er einfaldlega rangt."
Athugasemdir
banner
banner
banner