Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chido Obi má ekki spila með Man Utd í Evrópudeildinni
Mynd: Man Utd
Danski framherjinn, Chido Obi-Martin, mun ekki spila með Manchester United í Evrópudeildinni í komandi leikjum gegn Real Sociedad. Obi hefur komið inn á í síðustu leikjum en hann er efnilegur framherji.

Ástæðan fyrir því að hann mun ekki spila gegn Real Sociead er sú að hann er ekki skráður í UEFA hópinn hjá United og hann uppfyllir ekki kröfur til að vera á B-lista þar sem hann er ekki uppalinn heldur kom til félagsins síðasta sumar.

Hóparnir fyrir útsláttarkeppnina voru skráðir snemma í síðasta mánuð og ekki er hægt að breyta hópunum aftur á þessu tímabili.

Breiddin fram á við hjá United er lítil, Marcus Rashford og Antony voru lánaðir í burtu í glugganum og einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, Amad Diallo, meiddist illa í síðasta mánuði.

Obi er 17 ár og var fenginn til United frá Arsenal síðasta sumar. Hann á að baki unglingalandsleiki fyrir bæði England og Danmörku og er í dag U18 landsliðsmaður hjá Danmörku. Hann er fæddur í Glostrup í Danmörku og foreldrar hans eru frá Nígeríu.

United er með þá Rasmus Höjlund, Joshua Zirkzee, Christian Eriksen, Alejandro Garnacho og Bruno Fernandes sem kosti í fremstu þrjár stöðurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner