Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. apríl 2021 16:36
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jökull hélt hreinu gegn Mansfield
Mynd: Getty Images
Jökull Andrésson, aðalmarkvörður Exeter City að láni frá Reading, hélt hreinu í markalausu jafntefli gegn Mansfield í dag.

Exeter er að berjast um að komast í umspilssæti í D-deild enska boltans og er liðið þremur stigum frá því sæti. Newport County, risabani í ensku bikarkeppnunum, vermir sætið sem stendur.

Exeter tók á móti Mansfield og úr varð mikill baráttuleikur. Í heildina hæfðu þrjár marktilraunir rammann, ein þeirra var frá Exeter og tvær frá gestunum úr Mansfield.

Blackpool rúllaði þá yfir Gillingham í C-deildinni. Daníel Leó Grétarsson var ónotaður varamaður enda nýlega kominn aftur til baka eftir meiðsli.

Blackpool er á fleygiferð í C-deildinni og í góðri stöðu í umspilsbaráttunni.

Exeter 0 - 0 Mansfield

Blackpool 4 - 1 Gillingham
1-0 J. Yates ('5)
1-1 J. Graham ('14)
2-1 J. Yates ('20)
3-1 S. Kaikai ('30)
4-1 E. Embleton ('61)
Athugasemdir
banner
banner