Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. apríl 2021 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
RB Salzburg með nýja markavél: Patson Daka
Daka er með 50 mörk í 73 leikjum í austurrísku deildinni.
Daka er með 50 mörk í 73 leikjum í austurrísku deildinni.
Mynd: Getty Images
Hann hefur þó aðeins gert 5 mörk í 26 leikjum í Evrópukeppnum.
Hann hefur þó aðeins gert 5 mörk í 26 leikjum í Evrópukeppnum.
Mynd: Getty Images
RB Salzburg hefur verið að finna og framleiða ansi góða knattspyrnumenn undanfarin ár og fer Erling Braut Haaland þar fremstur í flokki.

Norðmaðurinn ungi vakti mikla athygli á sér þegar hann raðaði inn mörkunum fyrir Salzburg. Það skipti ekki máli hvaða andstæðingum hann mætti, alltaf endaði knötturinn í netinu og þá sérstaklega gegn sterkari andstæðingum.

Haaland var að lokum keyptur til Dortmund þar sem hann hefur verið óstöðvandi.

Patson Daka er 22 ára gamall og var hjá Salzburg áður en Haaland kom til félagsins.

Daka skoraði lítið á fyrstu árunum en í fyrra gerði hann 24 mörk í 31 deildarleik og í ár hefur hann skorað 23 mörk í 19 leikjum í austurrísku deildinni.

Helsti munurinn á Daka og Haaland, fyrir utan leikstílinn og aldurinn, er sá að Daka hefur ekki gengið vel að skora á stærsta sviðinu - Meistaradeild Evrópu.

Frammistaða Daka hefur þó vakið mikla athygli og eru félög á borð við Arsenal og Manchester United að fylgjast náið með honum.

Daka er frá Sambíu og hefur skorað 7 mörk í 25 A-landsleikjum.

Daka er uppalinn í heimalandinu og flutti til Austurríkis 2017, þegar hann var 18 ára gamall.




Athugasemdir
banner
banner