Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. maí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael Egill tvisvar í röð í liði vikunnar - „Átt frábært tímabil"
Mynd: SPAL
Framarinn Mikael Egill Ellertsson er aðra vikuna í röð í liði vikunnar í Primavera deildinni á Ítalíu.

Mikael skoraði og lagði upp í sigri Spal um helgina. Markið sem hann skoraði var sigurmark gegn Sampdoria og í leikum á undan skoraði hann sigurmarkið gegn Ascoli. Það er mondoprimavera.com sem sér um að velja í lið vikunnar.

Spal er í 5. sæti A-deildarinnar og á næst leik gegn Roma sem er í 3. sæti með þremur stigum meira en Spal í toppbaráttunni.

„Hann er á mjög góðu skriði, aðra vikuna í röð skoraði hann. Hann átti frábæra frammistöðu í leiknum gegn Samporia," var skrifað um Mikael eftir sigurinn á Sampa.

„Miðjumaður sem hefur átt frábært tímabil. Skoraði sigurmarkið gegn Ascoli. Mjög mikilvægt mark fyrir liðið sitt sem eltir úrslitakeppnisdrauminn," var skrifað eftir sigurinn gegn Ascoli.

Mikael er nítján ára miðjumaður sem hefur skorað sex mörk í 24 leikjum í vetur.

Viðtal við Mikael Egil:
Mikael Egill: Gaman að heyra af áhuga frá svona stóru félagi (14. jan)

Athugasemdir
banner
banner