Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 05. júní 2017 19:20
Mist Rúnarsdóttir
Karen Nóa: Ekki boðlegt að missa haus
Kvenaboltinn
Karen Nóadóttir
Karen Nóadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var mjög ósátt við það hvernig við byrjuðum leikinn í upphafi. Mér fannst við vera alveg á hælunum en svo fannst mér við vinna okkur inn í leikinn og gera það mjög vel,“ sagði Karen Nóadóttir, þjálfari Hamranna, eftir tap gegn ÍR á útivelli.

Lestu um leikinn: ÍR 2 -  1 Hamrarnir

„Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa okkur miklu hættulegri sénsa og komast inn fyrir þær hvað eftir annað þó þær hafi verið meira með boltann. Þær voru ekki að skapa neina hættu. Svo veit ég bara hreinlega ekki hvað gerist í seinni hálfleik.“

Karen var ósátt við síðari hálfleikinn hjá sínu liði og fannst hugarfarið ekki nógu gott.

„Við erum engir nýgræðingar í fótbolta. Við eigum alveg að geta leyst úr svona en við gerðum það ekki í seinni hálfleiknum í dag og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að fara yfir.“

„Skipulagið fer út um gluggann í síðari hálfleik og hausinn á okkur fer með. Við náum ekki að núllstilla sem er ákveðið áhyggjuefni en ekkert sem við þurfum að dvelja við lengi. Við þurfum bara að passa upp á að allir séu meðvitaðir um að þetta sé ekki boðlegt. Við erum ekki að fara að vera í þessari deild í sumar og leyfa okkur að missa haus. Við höfum ekki efni á því.“


Þrátt fyrir tapið í dag hafa Hamrarnir farið ágætlega af stað í deildinni og eru með 7 stig eftir fjórar umferðir. Liðinu var fyrir mót spáð 8. sæti af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar og Karen finnst fínt að andstæðingarnir búist ekki við miklu af hennar liði.

„Ég held að við séum að koma dálítið mörgum á óvart. Það var enginn að búast við neinu af okkur held ég. Það er kannski bara ágætt. Við komum svona frekar óvænt inn í þetta og það er bara flott.“

„Það er gífurlega mikil stemmning á Akureyri en ég vona að fólk taki samt vel á móti okkur þó við komum ekki með þrjú stig heim í þetta skiptið,“ sagði Karen létt í bragði.

Nánar er rætt við Karen í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner