Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 05. júní 2017 19:20
Mist Rúnarsdóttir
Karen Nóa: Ekki boðlegt að missa haus
Kvenaboltinn
Karen Nóadóttir
Karen Nóadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var mjög ósátt við það hvernig við byrjuðum leikinn í upphafi. Mér fannst við vera alveg á hælunum en svo fannst mér við vinna okkur inn í leikinn og gera það mjög vel,“ sagði Karen Nóadóttir, þjálfari Hamranna, eftir tap gegn ÍR á útivelli.

Lestu um leikinn: ÍR 2 -  1 Hamrarnir

„Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa okkur miklu hættulegri sénsa og komast inn fyrir þær hvað eftir annað þó þær hafi verið meira með boltann. Þær voru ekki að skapa neina hættu. Svo veit ég bara hreinlega ekki hvað gerist í seinni hálfleik.“

Karen var ósátt við síðari hálfleikinn hjá sínu liði og fannst hugarfarið ekki nógu gott.

„Við erum engir nýgræðingar í fótbolta. Við eigum alveg að geta leyst úr svona en við gerðum það ekki í seinni hálfleiknum í dag og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að fara yfir.“

„Skipulagið fer út um gluggann í síðari hálfleik og hausinn á okkur fer með. Við náum ekki að núllstilla sem er ákveðið áhyggjuefni en ekkert sem við þurfum að dvelja við lengi. Við þurfum bara að passa upp á að allir séu meðvitaðir um að þetta sé ekki boðlegt. Við erum ekki að fara að vera í þessari deild í sumar og leyfa okkur að missa haus. Við höfum ekki efni á því.“


Þrátt fyrir tapið í dag hafa Hamrarnir farið ágætlega af stað í deildinni og eru með 7 stig eftir fjórar umferðir. Liðinu var fyrir mót spáð 8. sæti af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar og Karen finnst fínt að andstæðingarnir búist ekki við miklu af hennar liði.

„Ég held að við séum að koma dálítið mörgum á óvart. Það var enginn að búast við neinu af okkur held ég. Það er kannski bara ágætt. Við komum svona frekar óvænt inn í þetta og það er bara flott.“

„Það er gífurlega mikil stemmning á Akureyri en ég vona að fólk taki samt vel á móti okkur þó við komum ekki með þrjú stig heim í þetta skiptið,“ sagði Karen létt í bragði.

Nánar er rætt við Karen í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner