Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð möguleiki fyrir þjálfara Augsburg
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg.
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason hefur ekki enn spilað frá því að þýska úrvalsdeildin hófst aftur eftir kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði.

Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli, en hann ætti að vera klár í slaginn gegn Köln á sunnudaginn. Heiko Herrlich, þjálfari Augsburg, sagði á blaðamannafundi í dag að hann væri vongóður um að Alfreð gæti spilað á sunnudaginn.

Alfreð, sem er 31 árs, hefur á þessu tímabili skorað þrjú mörk í 16 leikjum, þar af átta byrjunarliðsleikjum. Meiðsli hafa strítt honum.

Augsburg er í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Paderborn sem er í botnsæti þýsku úrvalsdeildarinnar, hefur einnig ekkert spilað eftir að þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað. Hann hefur einnig verið að glíma við meiðsli, en í síðasta mánuði byrjaði hann aftur að æfa. Hann hefur hins vegar ekkert spilað og ekkert verið í hóp. Hvort það breytist gegn RB Leipzig á morgun á eftir að koma í ljós.



Athugasemdir
banner
banner
banner