Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd blandar sér í baráttuna um Bennacer
Ismael Bennacer í leik með Milan
Ismael Bennacer í leik með Milan
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur áhuga á að fá Ismael Bennacer frá AC Milan í sumar en þetta kemur fram í frönsku miðlunum Actu Foot og La Source Parisienne í dag.

Bennacer, sem er 22 ára gamall, var á mála hjá Arsenal frá 2015 til 2017 en tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðalliðið og var á endanum seldur til Empoli á Ítalíu.

Hann náði að þróa leik sinn þar og átti meðal annars stóran þátt í að vinna Seríu B með Empoli tímabilið 2017-2018. Milan keypti hann á síðasta ári og hefur honum tekist að heilla stærstu félög heims.

Manchester City og Paris Saint-Germain eru afar áhugasöm um kappann en Manchester United ætlar að blanda sér í baráttuna um þennan öfluga miðjumann.

Klásúluverðið á honum er 50 milljónir evra og er talið að öll félögin séu reiðubúin að borga þá upphæð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner