Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mán 05. júní 2023 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Stuttgart verðskuldar sæti í efstu deild
Mynd: EPA

Hamburger SV 1 - 3 Stuttgart (1-6 samanlagt)
1-0 Sonny Kittel ('6)
1-1 Enzo Millot ('48)
1-2 Enzo Millot ('64)
1-3 Silas ('97)


Stuttgart er búið að tryggja sæti sitt í efstu deild þýska boltans eftir að hafa tekið Hamburger SV í kennslustund bæði á heima- og útivelli.

Stuttgart vann heimaleikinn 3-0 en lenti svo undir snemma leiks þegar komið var á útivöllinn í Hamborg. Sonny Kittel skoraði á sjöttu mínútu til að koma HSV yfir og komu gestirnir frá Stuttgart boltanum í netið skömmu síðar en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.

HSV fékk fínar sóknir til að tvöfalda forystuna en boltinn rataði ekki í netið og kom gæðamunur liðanna í ljós í síðari hálfleik. Enzo Millot lét þá til skarar skríða og skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart til að innsigla sigur í viðureigninni.

Silas skoraði síðasta mark úrslitaleiksins um sæti í efstu deild á 97. mínútu og samanlagðar lokatölur því 6-1 fyrir Stuttgart.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner