Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. júlí 2020 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri Fannar spilaði í óvæntum sigri Bologna á Inter
Andri kom inn á undir lokin.
Andri kom inn á undir lokin.
Mynd: Andri Fannar
Inter 1 - 2 Bologna
1-0 Romelu Lukaku ('22 )
1-0 Lautaro Martinez ('62 , Misnotað víti)
1-1 Musa Juwara ('74 )
1-2 Musa Barrow ('80 )
Rautt spjald: Roberto Soriano, Bologna ('57), Alessandro Bastoni, Inter ('77)

Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 88. mínútu þegar Bologna vann mjög svo óvæntan sigur gegn Inter á útivelli í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Romelu Lukaku kom Inter yfir á 22. mínútu með sínu 20. deildarmarki á tímabilinu. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Í byrjun seinni hálfleiks fékk Roberto Soriano að líta beint rautt spjald og stuttu síðar fékk Inter vítaspyrnu. Lautaro Martinez tók spyrnuna en honum mistókst að setja boltann í netið. Það átti eftir að verða dýrkeypt.

Musa Juwara jafnaði á 74. mínútu fyrir Bologna og þremur mínútum síðar fékk Alessandro Bastoni, miðvörður Inter, að líta sitt annað gula spjald. Stuttu eftir það skoraði Musa Barrow, fyrrum sóknarmaður Swansea, sigurmark Bologna.

Lokatölur 2-1 og magnaður útisigur Bolonga staðreynd. Andri, sem er 18 ára, kom inn á undir lokin og hjálpaði sínu liði að landa sigrinum. Bologna fer upp með þessum sigri í níunda sæti og er Inter áfram í þriðja sæti.

Leikir kvöldsins:
17:30 Brescia - Verona
17:30 Cagliari - Atalanta
17:30 Sampdoria - Spal
17:30 Udinese - Genoa
17:30 Parma - Fiorentina
19:45 Napoli - Roma (Stöð 2 Sport 3)


Athugasemdir
banner
banner