Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City að fá Bronze og Greenwood
Bronze er ein besta fótboltakona í heimi.
Bronze er ein besta fótboltakona í heimi.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester City er heldur betur að styrkja sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þær eru búnar að fá Chloe Kelly, 22 ára sóknarmann frá Everton. Hún á fjóra A-landsleiki fyrir England, en talið er að tvær aðrar enskar landsliðskonur séu á leið til félagsins.

Telegraph heldur því fram að Alex Greenwood og Lucy Bronze hafi samþykkt að ganga í raðir Man City. Ef þær koma þá verða 12 enskar landsliðskonur í liði Man City.

Bronze er bakvörður sem getur einnig leikið á miðju. Greenwood er vinstri bakvörður. Þær munu báðar koma frá Lyon, franska stórliðinu sem Sara Björk Gunnarsdóttir var að semja við.

Þess má geta að Bronze var valin leikmaður ársins hjá UEFA á síðasta ári og hefur tvisvar verið valin leikmaður ársins hjá BBC.

Man City hafnaði í öðru sæti ensku deildarinnar eftir að tímabilinu var aflýst eftir vegna kórónuveirufarldursins. Chelsea vann deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner