Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hvernig lokamínúturnar voru á Greifavellinum
Úr leiknum á Greifavellinum.
Úr leiknum á Greifavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lokamínúturnar í leik KA og Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni voru vægast sagt athyglisverðar.

Jóhann Ingi Jónsson flautaði tvær vítaspyrnur, fyrst fyrir KA og síðan fyrir Breiðablik, með mjög stuttu millibili. Bæði lið skoruðu úr sínum spyrnum og lokatölur 2-2.

Hægt er að lesa um leikinn hérna

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var mjög ósáttur með fyrri vítaspyrnudóminn. „Kalt mat strax eftir leik þá er vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði en vítið sem við fengum hárétt. Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér er sagt þetta," sagði Óskar.

Vísir hefur birt myndskeið af lokamínútunum og má sjá þetta myndskeið hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner