Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill að Celtic haldi sig fjarri Joe Hart
Hart hefur setið á bekknum hjá Burnley undanfarin ár.
Hart hefur setið á bekknum hjá Burnley undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, fyrrum leikmaður Celtic sem starfar í dag sem sparkspekingur, segir að skoska félagið eigi ekki að koma nálægt markverðinum Joe Hart.

Hinn 33 ára gamli Hart hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann missti sæti sitt sem aðalmarkvörður Manchester City árið 2016. Hann er búinn að yfirgefa Burnley eftir að hafa setið á varamannabekknum þar undanfarin ár.

Hart vonast til að finna sér nýtt félag og Celtic gæti þurft að finna sér nýjan markvörð. Sutton vill hins vegar ekki að Celtic komi nálægt fyrrum landsliðsmarkverði Englendinga.

„Hann var einu sinni í heimsklassa, en það væri áhætta að taka hann eftir það hvernig honum hefur gengið upp á síðkastið," sagði Sutton við Daily Record.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner