Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 05. júlí 2022 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Milos eftir leik: Þetta er svolítið svekkjandi
Milos Milojevic
Milos Milojevic
Mynd: Getty Images
Milos Milojevic, þjálfari Malmö, var svekktur með að liðið hafi ekki unnið Víking með fleiri mörkum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri Malmö.

Malmö var 2-1 yfir í hálfleik en Martin Larsson tók forystuna fyrir Malmö áður en Kristall Máni Ingason jafnaði metin með skoti af stuttu færi eftir sendingu Pablo Punyed.

Kristall fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að fagna með því að standa fyrir framan stuðningsmenn Malmö og 'sussa'.

Ola Toivonen skoraði stuttu síðar annað mark Malmö og gat sænska liðið hæglega bætt við fleiri mörkum í þeim síðari. Liðið náði inn þriðja markinu en fékk svo mark frá Helga Guðjónssyni í bakið á lokamínútunum.

Milos var svekktur með að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk en að nú ætli liðið til Íslands og klára einvígið. Milos mætir þá á heimaslóðir en hann starfaði hjá félaginu í átta ár, þar sem hann þjálfaði meðal annars meistaraflokk frá 2015 til 2017.

„Við erum betra liðið og eigum möguleika á að gera mark númer þrjú, fjögur og fimm. Þetta er svolítið svekkjandi en núna er það bara að fara til Íslands, vinna leikinn og komast áfram í næstu umferð."

„Þetta eru svolítið blandaðar tilfinningar og svekkjandi að vinna ekki með fleiri mörkum,"
sagði Milos í viðtali við Aftonbladet eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner