Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. júlí 2022 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Sú besta í heiminum meiddist á æfingu og er frá út árið
Alexia Putellas verður ekki með á EM
Alexia Putellas verður ekki með á EM
Mynd: EPA
Spænska landsliðskonan Alexia Putellas verður ekki með á Evrópumótinu á Englandi en hún sleit liðbönd í hné á æfingu landsliðsins og verður því frá út árið.

Putellas, sem er 28 ára gömul, er sú allra besta í heiminum en hún vann Ballon d'Or verðlaunin á síðasta ári eftir frammistöðu hennar með Barcelona og spænska landsliðinu.

Hún var í aðalhlutverki er liðið vann spænsku deildina og Meistaradeildina á síðasta ári og átti að vera í risastóru hlutverk á Evrópumótinu í sumar.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að Putellas meiddist á æfingu liðsins og væri um hnémeiðsli að ræða en spænska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að hún verði ekki á EM.

Putellas reif liðbönd í hné og verður því frá út árið. Þetta er stórt högg fyrir Spán og Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner