Atletico Madrid hefur mikinn áhuga á að fá Julian Alvarez, framherja Manchester City, í sínar raðir en þeir eru sagðir vera að undirbúa tilboð í argenstíska framherjann.
Alvarez kom til Man City fyrir seinasta tímabil en hann hefur spilað 103 leiki og skorað 36 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester liðið. Í dag er hann staddur á Ólympíuleikunum með argentíska landsliðinu.
Atletico Madrid eru sagðir vera að undirbúa tilboð í hann. Talað er um að fyrsta tilboðið verði í kringum 55 milljónir evra sem gæti hækkað í 70 milljónir í framtíðinni.
City metur leikmanninn sinn á meira en þetta og því ólíklegt að þetta verði samþykkt hjá Man City.
Paris Saint-Germain eru einnig harðlega orðaðir við Alvarez en hann hefur gefið það í skin að hann ætli að skoða sín mál að loknum Ólympíuleikum.