„Þetta voru mikilvægustu stigin sem við hefðum getað fengið," sagði Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur á Gróttu í dag.
Selfyssingar fóru langt með að tryggja veru sína í 1. deild með sigrinum í dag en þeir eru nú fimm stigum á undan Gróttu þegar tvær umferðir eru eftir.
„Liðið ætlaði sér klárlega stærri hluti en þetta og menn fagna ekki neinu. Við setjumst niður og skoðum leikinn. Við höldum áfram að ná í stig, okkur vantar nokkur stig í viðbót."
Selfyssingar fóru langt með að tryggja veru sína í 1. deild með sigrinum í dag en þeir eru nú fimm stigum á undan Gróttu þegar tvær umferðir eru eftir.
„Liðið ætlaði sér klárlega stærri hluti en þetta og menn fagna ekki neinu. Við setjumst niður og skoðum leikinn. Við höldum áfram að ná í stig, okkur vantar nokkur stig í viðbót."
Lestu um leikinn: Selfoss 2 - 0 Grótta
Elton Renato Livramento Barros og Ivanirson Silva Oliveira, frá Grænhöfðaeyjum, voru ekki í liðinu hjá Selfossi í síðasta leik en þeir voru báðir öflugir í dag.
„Þetta var klárlega besti leikurinn þeirra. Þetta eru menn sem þarf að halda við efnið og henda út úr hóp í einn leik, þá eru þeir bestir í næsta leik."
Það er skammt stórra högga á milli hjá Gunnari en hann þjálfar einnig kvennalið Selfyssinga sem var í bikarúrslitum fyrir viku. Gunnar segir það ganga vel að þjálfa bæði lið.
„Þetta gengur mjög vel. Klúbburinn er góður, aðstaðan er öll á sama punktinum og liðin vinna vel saman," sagði Gunnar.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir