
„Við hleypum þeim inn í leikinn af óþörfu og verðum svo bara litlir í okkur þegar þeir fá eitt mark" sagði Gunnar Guðmundsson þjálfari Fjölnis eftir leik þeirra gegn Grindvíkingum.
Gunnar var ánægður samt hvernig þerir byrjuðu seinni hálfleikinn samt.
„Við erum að díla mjög vel við þá þangað til að þeir fá aukaspyrnu. Svo í kjölfarið erum við í kapphlaupi á þeim og þeir fá hornspyrnu sem þeir skora upp úr. Þú sérð þriðja markið við liggjum á þeim og aftasti maðurinn rennur og þeir sleppa í gegn."
Gunnar var ánægður samt hvernig þerir byrjuðu seinni hálfleikinn samt.
„Við erum að díla mjög vel við þá þangað til að þeir fá aukaspyrnu. Svo í kjölfarið erum við í kapphlaupi á þeim og þeir fá hornspyrnu sem þeir skora upp úr. Þú sérð þriðja markið við liggjum á þeim og aftasti maðurinn rennur og þeir sleppa í gegn."
Gunnar er ekki ánægður með dekkinguna á föstu leikatriðunum.
„Ég er hundfúll hvernig aukaspyrnan er, þar að segja brotið. Ég er hundfúll með dekkinguna í markinu. Við erum búnir að fá á okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum."
Athugasemdir