Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fös 11. júlí 2025 22:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara hræðileg frammistaða mestmegnis af leiknum. Við töpuðum leiknum á fyrstu 30 mínútunum, 3-0 undir og áttum ekki breik. Mótherjinn fór ekki í margar sóknir en skoraði úr þeim öllum. Sagan heldur áfram, " segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 tap gegn Selfossi í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Fylkir

Árni var uppi í stúku í kvöld þar sem hann tók út leikbann eftir rautt spjald sem hann fékk í seinustu umferð.°

"Það var erfitt og leiðinlegt að horfa úr stúkunni og synd að liðið geti ekki sýnt betri frammistöðu. Við vorum búnir að skoða þá vel. Það hefur engin áhrif að ég hafi ekki verið á hliðarlínunni eða neitt svoleiðis. Hugarfar og andleysi leikmanna er bara í hámarki og það þarf eitthvað að gerast."

Fylkir gerði tvöfalda breytingu eftir um hálftíma leik. Voru það skilaboð í hópinn eða taktísk breyting? "Þú verður að spyrja þá sem voru á hliðarlínunni. Þeir tóku ákvörðun um að gera skiptingar. Ég held að það hafi verið fínt og það hefðu fleiri getað farið af velli eftir 30 mínútur."

Fylkismönnum var spáð góðu gengi fyrir mót en eru nú í fallbaráttu. "Við erum alltaf að horfa á þetta playoffs sæti og það er ekkert rosalega langt í það stigalega séð, en við þurfum bara að átta okkur á því núna að við erum í bullandi fallbaráttu."

Þá var hann spurður hvort hann ætli að styrkja liðið í glugganum sem opnar um miðjan mánuð. "Já. 100%"


Athugasemdir
banner
banner
banner