Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 11. júlí 2025 22:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara hræðileg frammistaða mestmegnis af leiknum. Við töpuðum leiknum á fyrstu 30 mínútunum, 3-0 undir og áttum ekki breik. Mótherjinn fór ekki í margar sóknir en skoraði úr þeim öllum. Sagan heldur áfram, " segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 tap gegn Selfossi í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Fylkir

Árni var uppi í stúku í kvöld þar sem hann tók út leikbann eftir rautt spjald sem hann fékk í seinustu umferð.°

"Það var erfitt og leiðinlegt að horfa úr stúkunni og synd að liðið geti ekki sýnt betri frammistöðu. Við vorum búnir að skoða þá vel. Það hefur engin áhrif að ég hafi ekki verið á hliðarlínunni eða neitt svoleiðis. Hugarfar og andleysi leikmanna er bara í hámarki og það þarf eitthvað að gerast."

Fylkir gerði tvöfalda breytingu eftir um hálftíma leik. Voru það skilaboð í hópinn eða taktísk breyting? "Þú verður að spyrja þá sem voru á hliðarlínunni. Þeir tóku ákvörðun um að gera skiptingar. Ég held að það hafi verið fínt og það hefðu fleiri getað farið af velli eftir 30 mínútur."

Fylkismönnum var spáð góðu gengi fyrir mót en eru nú í fallbaráttu. "Við erum alltaf að horfa á þetta playoffs sæti og það er ekkert rosalega langt í það stigalega séð, en við þurfum bara að átta okkur á því núna að við erum í bullandi fallbaráttu."

Þá var hann spurður hvort hann ætli að styrkja liðið í glugganum sem opnar um miðjan mánuð. "Já. 100%"


Athugasemdir