Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fös 11. júlí 2025 22:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara hræðileg frammistaða mestmegnis af leiknum. Við töpuðum leiknum á fyrstu 30 mínútunum, 3-0 undir og áttum ekki breik. Mótherjinn fór ekki í margar sóknir en skoraði úr þeim öllum. Sagan heldur áfram, " segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 tap gegn Selfossi í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Fylkir

Árni var uppi í stúku í kvöld þar sem hann tók út leikbann eftir rautt spjald sem hann fékk í seinustu umferð.°

"Það var erfitt og leiðinlegt að horfa úr stúkunni og synd að liðið geti ekki sýnt betri frammistöðu. Við vorum búnir að skoða þá vel. Það hefur engin áhrif að ég hafi ekki verið á hliðarlínunni eða neitt svoleiðis. Hugarfar og andleysi leikmanna er bara í hámarki og það þarf eitthvað að gerast."

Fylkir gerði tvöfalda breytingu eftir um hálftíma leik. Voru það skilaboð í hópinn eða taktísk breyting? "Þú verður að spyrja þá sem voru á hliðarlínunni. Þeir tóku ákvörðun um að gera skiptingar. Ég held að það hafi verið fínt og það hefðu fleiri getað farið af velli eftir 30 mínútur."

Fylkismönnum var spáð góðu gengi fyrir mót en eru nú í fallbaráttu. "Við erum alltaf að horfa á þetta playoffs sæti og það er ekkert rosalega langt í það stigalega séð, en við þurfum bara að átta okkur á því núna að við erum í bullandi fallbaráttu."

Þá var hann spurður hvort hann ætli að styrkja liðið í glugganum sem opnar um miðjan mánuð. "Já. 100%"


Athugasemdir