Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fös 11. júlí 2025 22:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var bara hræðileg frammistaða mestmegnis af leiknum. Við töpuðum leiknum á fyrstu 30 mínútunum, 3-0 undir og áttum ekki breik. Mótherjinn fór ekki í margar sóknir en skoraði úr þeim öllum. Sagan heldur áfram, " segir Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, eftir 3-1 tap gegn Selfossi í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 Fylkir

Árni var uppi í stúku í kvöld þar sem hann tók út leikbann eftir rautt spjald sem hann fékk í seinustu umferð.°

"Það var erfitt og leiðinlegt að horfa úr stúkunni og synd að liðið geti ekki sýnt betri frammistöðu. Við vorum búnir að skoða þá vel. Það hefur engin áhrif að ég hafi ekki verið á hliðarlínunni eða neitt svoleiðis. Hugarfar og andleysi leikmanna er bara í hámarki og það þarf eitthvað að gerast."

Fylkir gerði tvöfalda breytingu eftir um hálftíma leik. Voru það skilaboð í hópinn eða taktísk breyting? "Þú verður að spyrja þá sem voru á hliðarlínunni. Þeir tóku ákvörðun um að gera skiptingar. Ég held að það hafi verið fínt og það hefðu fleiri getað farið af velli eftir 30 mínútur."

Fylkismönnum var spáð góðu gengi fyrir mót en eru nú í fallbaráttu. "Við erum alltaf að horfa á þetta playoffs sæti og það er ekkert rosalega langt í það stigalega séð, en við þurfum bara að átta okkur á því núna að við erum í bullandi fallbaráttu."

Þá var hann spurður hvort hann ætli að styrkja liðið í glugganum sem opnar um miðjan mánuð. "Já. 100%"


Athugasemdir
banner