Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   fös 11. júlí 2025 22:37
Haraldur Örn Haraldsson
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara góður sigur, mjög mikilvægur sigur," sagði Jakob Gunnar Sigurðsson leikmaður Þróttar eftir 3-2 sigur gegn Keflavík.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Keflavík

„Það er mikilvægt að vinna hérna á heimavelli, af því við erum búnir að tapa tvisvar 4-1 á heimavelli. Mikilvægt líka af því þeir voru fyrir ofan okkur, við erum búnir að vinna tvo leiki í röð núna þar sem liðin voru fyrir ofan okkur fyrir leik. Við vinnum þessa mikilvægu sigra sem er mjög gott,"  sagði Jakob.

Jakob var að sleppa í gegn á lokamínútum uppbótartímans þegar hann er tekinn niður af Sindra Kristni markverði Keflavíkur. Sindri fékk rautt spjald, og Jakobi fannst það klárt mál að það hafi verið réttur dómur.

„Ég heyri að hann slær boltann líka, þannig tvö rauð bara. Alltaf rautt þegar ég er búinn að pota boltanum framhjá honum og hann tekur skrefið til hliðar. Þá get ég ekkert farið framhjá honum, þannig alltaf rautt," sagði Jakob.

Jakob spilaði sinn síðasta leik fyrir Þrótt í kvöld þar sem hann er á leiðinni til Lyngby í Danmörku.

„Ég vildi spila meira (hjá Þrótt) en það er bara eins og það er, það er bara fótbolti. Vonandi get ég farið út núna og spilað mikið," sagði Jakob.

Jakob mun þá spila fyrir undir 19 ára lið Lyngby.

„Ég hef farið tvisvar á reynslu til þeirra, og sagði nei við þá. Ég sagði nei við þá áður en ég kom í Þrótt. Svo kom þetta aftur upp núna og mér fannst þetta bara gott tækifæri til að stökkva á," sagði Jakob.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner