
Sverrir Ingi Ingason kom inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu í kvöld og stóð sig fantavel í frábærum sigri. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í mótsleik fyrir A-landsliðið.
„Það var fyrst og fremst vinnusemin og liðsheildin sem skóp þennan sigur. Það var mikil tilhlökkun að fá að spila sinn fyrsta mótsleik og mér fannst ég skila mínu ágætlega," sagði Sverrir.
Hann var ánægður með hvernig tókst að loka á kantmennina hættulegu hjá Úkraínu.
„Við vorum búnir að fara vel yfir þá. Þeir hafa verið þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum og við vorum búnir að fara vel yfir það."
„Við erum enn í góðum séns á fyrsta sætinu miðað við úrslitin í kvöld. Þetta er enn í okkar höndum. Við eigum gríðarlega stóran leik gegn Tyrklandi í október."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir