Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. september 2022 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Steini við fréttamann: Ég ætla ekki að vinna vinnuna þína
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, fer yfir málin á fundinum í dag.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, fer yfir málin á fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, virtist frekar pirraður þegar hann gekk inn á fréttamannafund í Utrecht í dag.

Þorsteinn og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum í dag, en Steini - sem er yfirleitt frekar léttur - virtist nokkuð pirraður þegar hann gekk inn.

„Þú verður að lesa betur þegar þú skrifar greinar. Ég ætla ekki að vinna vinnuna þína," sagði Steini sem hafði þá lesið áhugaverða grein sem Sindri Sverrisson, fréttamaður á Vísi, skrifaði í morgun.

Í fréttinni var talað um það upprunalega að Ísland ætti enn eftir að ná sigri gegn liði sem væri hærra skrifað frá því Steini tók við liðinu í byrjun árs í fyrra, en Ísland er í 14. sæti á heimslistanum. Þjálfarinn sá þetta og lét fréttamanninn vita af því að þetta væri rangt fyrir framan allan salinn, þó mistökin hafi ekki verið mjög stór.

Ísland vann Japan í æfingaleik í fyrra, en sá leikur var í Hollandi. Japan er í 11. sæti á heimslistanum þessa stundina og eru með sterkt lið.

„Japan er hærra skrifað en við," sagði Steini þegar hann settist niður en þessi samskipti fylgdu með í beinni útsendingu Vísis frá fundinum. Steini svaraði svo spurningum fréttamanna og var hressari út á æfingu þegar hún hófst.

Á morgun er gríðarlega mikilvægur leikur við Holland en hann hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner