Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 05. október 2019 18:58
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Jordan Ayew um sigurinn: Vorum heppnir
Ayew skoraði sigurmark Crystal Palace gegn West Ham í kvöld.
Ayew skoraði sigurmark Crystal Palace gegn West Ham í kvöld.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace vann glæsilegan 1-2 sigur á West Ham í síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Jordan Ayew reyndist hetja Palace-manna í leiknum en hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.

„Stundum þarf maður smá heppni, við áttum sigurinn skilið. Þetta var mjög jafn leikur en við höfðum heppnina með okkur og ég er ánægður með það," sagði Ayew.

Crystal Palace fór með sigrinum í 4. sæti deildarinnar og er nú með 14 stig.

„Markmið okkar er auðvitað að ná í 40 stig. Eftir að við náum því tökum við stöðuna aftur. Þetta er allavega markmiðið núna, við ætlum okkur að halda áfram á sömu braut," sagði Ayew að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner