Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 05. október 2019 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sky: Real vill skipta á Eriksen og Modric í janúar
Framtíð Christian Eriksen hjá Tottenham er í mikilli óvissu. Daninn rennur út á samnngi næsta sumar og vildi yfirgefa félagið í sumar.

Real Madrid vill fá Danann til liðs við sig og vill klára þau kaup í janúar.

Real er sagt vilja skipta á Luka Modric og Eriksen. Modric þekkir vel til hjá Spurs en hann lék 160 leiki fyrir félagið á árunum 2008-2012.

Reynsla Modric gæti hjálpað Spurs en Króatinn er orðinn 34 ára og því kominn talsvert nær því að hætta en Eriksen. Samnngur Modric rennur út næsta sumar.
Athugasemdir
banner