Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. október 2020 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham vann kappið um Loftus-Cheek (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fulham hefur tekist að tryggja sér Ruben Loftus-Cheek á lánssamningi frá Chelsea sem gildir út tímabilið.

Fulham hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og er án stiga eftir fjórar umferðir. Scott Parker sárvantar leikmenn í hópinn sinn og er eflaust himinlifandi með að félaginu hafi tekist að krækja í þennan öfluga miðjumann.

Loftus-Cheek er 24 ára gamall og á 10 leiki að baki fyrir enska landsliðið. Aston Villa, Southampton og West Ham reyndu öll að fá hann til sín í sumar en að lokum vann Fulham kapphlaupið.

Loftus-Cheek hefur spilað 82 leiki fyrir Chelsea og fær 150 þúsund pund í vikulaun. Óljóst er hvort Fulham greiðir öll launin eða aðeins hluta þeirra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner