Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. október 2022 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola loksins ánægður - „Grealish var stórkostlegur"
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Jack Grealish átti góðan leik í kvöld
Jack Grealish átti góðan leik í kvöld
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var rosalega ánægður með frammistöðu liðsins í 5-0 sigrinum á FCK í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann útskýrði einnig skiptingu á Erling Braut Haaland í hálfleik.

Man City er með fullt hús stiga eftir sigurinn á dönsku meisturunum í kvöld en liðið lék sér að liðinu og spilaði frábæran sóknarbolta.

„Við vorum stöðugir og börðumst í öllum boltum. Eftir að við unnum nágrannaslaginn 6-3 fengum við mikið sjálfstraust og það er svo geggjað að spila eins og við erum að gera núna."

„Úrslitin voru frábær en ég var bara svo hrifinn af sóknarleiknum. Ég er rosalega ánægður og ég vil hrósa leikmönnunum sérstaklega."

„Við spiluðum vel alls staðar á vellinum. Við vorum einbeittir og margir leikmenn spiluðu á háu stigi. Allir verða að leggja sig fram til að hjálpa liðinu og vinna einn leik í einu,"
sagði Guardiola.

Erling Braut Haaland skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og var á góðri leið með að skora enn eina þrennuna en Guardiola skipti honum af velli í hálfleik og setti Cole Palmer inná.

„Staðan var 3-0 og hann hefur spilað margar mínútur. Það var gott fyrir ungu leikmennina að koma inn og Cole Palmer var frábær í kvöld. Jack Grealish var stórkostlegur en næsta skrefið er að skora mörk."

Man City mætir Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Guardiola segir það ekki auðveldan leik.

„Við getum ekki gleymt því að á síðasta tímabili gátum við ekki unnið Southampton. Við horfum á það og verðum að hafa hugarfarið þannig að þetta er nýr leikur og vonandi trúum við því ekki að það sama gerist í næsta leik. Við verðum að vinna alla leiki til að enda í fyrsat sæti riðilsins," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner