Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mið 05. október 2022 18:39
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Karaktersigur og vilji í mönnum
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á FH í neðri hluta Bestu deildar karla í dag, en Eyjamenn hafa nú aðeins náð að spyrna sér frá neðstu liðum deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Fyrir leikinn voru Eyjamenn með 20 stig, einu stigi frá fallsæti og var þetta því mikilvægur leikur.

Með sigrinum er ÍBV með 23 stig, fjórum stigum fyrir ofan FH þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta var hörkuleikur og baráttuleikur eins og það var alltaf að fara vera. Þetta var risa karaktersigur hjá okkur, ekki spurning. Það var vilji í mönnum," sagði Hermann við Fótbolta.net.

Leiktíminn var óvenjulegur miðað við miðvikudag en Hermann segir það ekki hafa skipt neinu máli.

„Neinei, það er alveg það sama. Skiptir engu máli og spilum stundum um helgar á sama tíma. Það var ekkert vandamál en það er tvær og hálf vika síðan við spiluðum og sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við ryðgaðir með boltann, en við áttum aukagír í seinni og það var risa karakter í þessum seinni hálfleik."

Þetta verður gríðarleg barátta í þessum leikjum sem eftir eru og ætla Eyjamann að vinna þá alla.

„Já, tiltölulega jafn leikur. Ágætis færi á báða bóga og barátta í þessu, en skemmtilegt að horfa á þetta þó það sé erfitt að spila silkifótbolta við svona aðstæður en hörkuleikur."

„Við erum með okkar eigið mót bara. Þetta eru fimm leikir og við ætlum okkur sigur í öllum leikjum. Það er engin spurning, þetta er skemmtilegt, einn búinn og undirbúningur hafinn fyrir næsta leik. Við erum á því að þetta er mót sem við ætlum að vinna."


Hermann var spurður út í það hvort ÍBV gæti verið töluvert ofar á töflunni en hann ætlaði ekkert að kafa of djúpt í það umræðuefni.

„Maður gæti alveg farið að tala um það en vissulega höfum skapað okkur færi í þónokkrum leikjum og eiginlega hent frá okkur sigrum í sumar. Oftar en einu sinni og tvisvar, vissulega höfum við spilað þannig leiki sem eiga að geta skilað aðeins fleiri stigum en við erum bara þarna og ætlum að njóta þess að vera í þessari baráttu. Einn sigur í hús og hlakka til næsta leiks," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner