Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 05. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Henderson: Verður að gefa Trent leyfi til að fara ofar á völlinn
Jordan Henderson
Jordan Henderson
Mynd: EPA
„Mér leið vel á vellinum. Við vorum að gera mjög góða hluti og breyttum kerfinu aðeins. Það var mikil ákefð í fyrri hálfleiknum og í heildina erum við ánægðir með frammistöðuna," sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir 2-0 sigurinn á Rangers í Meistaradeild Evrópu í gær.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ákvað að breyta leikkerfinu fyrir leikinn gegn Rangers. Hann hefur verið að spila 4-3-3 með þrjá miðjumenn, en ákvað að hafa tvo miðjumenn og einn sóknarsinnaðan fyrir aftan Darwin Nunez, en Diogo Jota var í því hlutverki í gær.

Liverpool fór svo yfir í 4-4-2 í leiknum en það gekk fullkomlega upp á Anfield í gær.

Trent Alexander-Arnold hefur undanfarnar vikur verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn. Í kerfinu sem Klopp hefur verið að spila hefur Trent virkað sem veiki hlekkurinn, en Liverpool nýtir hann best sóknarlega eins og hefur sést síðustu ár. Það var annar bragur á honum í gær.

„Þú verður að gefa Trent leyfi að fara ofar á völlinn og fá að gera það sem hann gerir ofar á vellinum. Mér fannst hann góður varnarlega og gerði öll grunnatriðin vel. Ég þurfti ekki að verja svæðin það oft."

„Þetta getur verið erfitt. Maður reynir að fylgjast ekki með samfélagsmiðlum sérstaklega þegar maður er að ganga í gegnum erfitt tímabil sem einstaklingur eða lið. Þú verður geta lokað á þennan hávaða og einbeita þér að því sem þú gerir á hverjum degi og vera með þá einbeitingu á markmiðin sem liðið er að reyna að ná og finna leið til að nota þetta til að byggja upp orku á vellinum,"
sagði Henderson í lokin.
Athugasemdir
banner
banner