Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 05. október 2024 18:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Breiðablik Íslandsmeistari 2024
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 0 - 0 Breiðablik
Lestu um leikinn


Það var allt undir þegar Valur fékk Breiðablik í heimsókn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valur þurfti að sigri að halda en jafntefli dugði Blikum.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, bæði lið fengu tækifæri til að skora en það var markalaust þegar flautað var til hálfleiks.

Katrín Ásbjörnsdóttir var nálægt því að koma Blikum yfir en Anna Rakel Pétursdóttir bjargaði á línu eftir skalla frá Katrínu.

Katrín komst aftur í færi en skot hennar fór rétt framhjá. Hún meiddist um leið og þurfti að fara af velli.

Valskonur settu gríðarlega mikla pressu á vörn Breiðabliks undir lokin. Fanndís Friðriksdóttir fékk síðasta möguleika Valskvenna en skot hennar úr dauðafæri fór framhjá markinu. Vörn Breiðabliks stóð þetta af sér og Blikar eru Íslandsmeistarar árið 2024.


Athugasemdir
banner
banner
banner