Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. nóvember 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso brjálaður: Það mun springa æð
Mynd: Getty Images
Napoli vann 1-2 gegn Rijeka í Króatíu er liðin mættust í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld.

Gennaro Gattuso var reiður í hálfleik þar sem hans menn voru heppnir að vera í stöðunni 1-1, heimamenn í Rijeka komust nokkrum sinnum nálægt því að bæta við marki en gerðu ekki.

„Það er ekkert til sem kallast auðveldur leikur. Við megum ekki gleyma að Real Sociedad þurfti sigurmark á 93. mínútu til að sigra Rijeka. Við vissum að þeir myndu beita skyndisóknum en samt komu þeir okkur stöðugt að óvörum á fyrstu 35 mínútunum," sagði reiður Gattuso við Sky Sport Italia að leikslokum.

„Kannski héldum við að við værum að koma hingað í einhverja sýnisferð. Ég var virkilega reiður í leikhlé, við tókum alltof margar áhættur í fyrri hálfleik. Þetta var betra í síðari hálfleik en við getum ekki leyft okkur að mæta aftur til leiks með svona slæmt viðhorf.

„Þetta vandamál hefur verið til staðar hérna í mörg ár og við verðum að laga það. Á fyrstu 35 mínútunum unnum við engin einvígi og réðum ekki við skyndisóknirnar þeirra sem er bókstaflega eina vopnið þeirra."


Gattuso segist hafa verið brjálaður í fyrri hálfleik og nálægt því að sprengja æð.

„Það mun springa æð í mér ef þetta heldur svona áfram! Við vorum vel undirbúnir og strákarnir vissu nákvæmlega við hverju þeir máttu búast í dag. Það gerir mig reiðan.

„Ég vil sjá frammistöðu seinni hálfleiksins frá fyrstu mínútu í hverjum einasta leik. Það er mér að kenna að strákarnir nái ekki að halda einbeitingu í 90 mínútur. Ég verð að finna leið til að laga þetta."


Napoli er með sex stig eftir þrjár umferðir, jafnt Real Sociedad og AZ Alkmaar á stigum. Rijeka er án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner