Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 05. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Sjáðu atvikið: Arnór Ingvi harkaði ljóta tæklingu af sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping þegar liðið fékk AIK í heimsókn í sænska boltanum um helgina.

Liðin mættust í mikilvægum slag þar sem Norrköping tókst að sigra 1-0 og bjarga sér þar með frá falli úr efstu deild, þegar aðeins ein umferð er eftir af deildartímabilinu.

Arnór lenti í harkalegri tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og vakti það athygli áhorfenda þegar hann mætti aftur til leiks í síðari hálfleikinn.

Hann harkaði af sér og spilaði allt þar til á 64. mínútu áður en honum var loks skipt af velli.

Alexander Milosevic átti tæklinguna glæfralegu en dómarateymið missti af henni og slapp leikmaðurinn því við spjald.

Fótboltasérfræðingar í Svíþjóð eru sammála um að tæklingin hjá Milosevic hafi verið stórhættuleg og að leikmaðurinn hafi átt að fá beint rautt spjald.

Andreas Alm, þjálfari Norrköping, var hissa og hrósaði Arnóri eftir leikinn fyrir að hafa harkað þessa tæklingu af sér. „Það hefði enginn annar í þessari deild spilað áfram með þessa verki sem hann var með. Þetta er algjörlega einstakt," sagði hann meðal annars eftir leikslok.

Íslenska landsliðið spilar leiki við Svartfjallaland og Wales í Þjóðadeildinni í komandi landsleikjahléi og vonast þjálfarateymið til að Arnór Ingvi verði til taks.


Athugasemdir
banner
banner