Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 05. desember 2020 20:55
Victor Pálsson
Moyes segir mark Man Utd ólöglegt - Léleg ákvörðun
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, var ekki ánægður með dómgæsluna í kvöld er hans menn töpuðu 3-1 gegn Manchester United.

Það var smá dramatík í kringum fyrsta mark Man Utd en talað var um að boltinn hafi farið í innkast áður en Paul Pogba skoraði með þrumufleyg.

Dean Henderson sendi boltann langt fram völlinn til að hefja sóknina og segir Moyes að boltinn hafi verið kominn út fyrir áður en jöfnunarmarkið kom.

„Við spiluðum mjög vel í kvöld að mínu mati. Það var léleg ákvörðun sem teygði úr okkur á vellinum," sagði Moyes.

„Boltinn fór yfir mig á hliðarlínunni og það var enginn í betri stöðu en ég til að sjá það. Línuvörðurinn segist ekki hafa séð þetta, þetta var léleg ákvörðun."

„Boltinn var farinn út fyrir og það sést best á viðbrögðum leikmanna sem vissu að það væri raunin."
Athugasemdir
banner
banner