Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 13:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: United með óbreytt lið - Clyne byrjar
Mynd: EPA
Byrjunarliðin í þeim þremur leikjum sem hefjast kl 14 eru komin í hús.

Ralf Rangnick stýrir Man Utd í fyrsta sinn í dag en liðið mætir Crystal Palace. Liðið er óbreytt frá síðasta leik Carrick í vikunni er liðið lagði Arsenal 3-2.

Bakverðirnir Luke Shaw og Aaron Wan Bissaka eru enn frá vegna meiðsla. Ronaldo er fremstur og McTominay og Fred eru saman á miðjunni.

Benteke kemur inn í lið Palace á kostnað Edouard og það vekur athygli að Nathaniel Clyne spilar sinn fyrsta leik síðan í febrúar en hann kemur inn í liðið fyrir Joel Ward sem tekur út leikbann.

Luke Ayling er í byrjunarliði Leeds en hann hefur verið að berjast við meiðsli og Patrick Bamford er mættur á bekkinn. Þá er Ivan Toney ekki í liði Brentford þar sem hann greindist með Covid.

Man Utd: De Gea, Dalot, Lindelof, Maguire, Alex Telles, McTominay, Fred, Sancho, Fernandes, Rashford, Ronaldo.

Crystal Palace: Guaita, Mitchell, Tomkins, Guehi, Clyne, Gallagher, Kouyate, Schlupp, Ayew, Zaha, Benteke.

Tottenham: Lloris, Sanchez, Dier, Davies, Tanganga, Hojbjerg, Skipp, Reguilon, Moura, Son, Kane.

Norwich: Krul, Aarons, Gibson, Hanley, Williams, Gilmour, Lees-Melou, McLean, Idah, Omobamidele, Pukki.

Leeds: Meslier, Ayling, Firpo, Llorente, Cooper, Forshaw, Dallas, Phillips, Raphinha, Roberts, James.

Brentford: Fernandez, Henry, Jansson, Goode, Pinnock, Baptiste, Roerslev, Janelt, Nørgaard, Canós, Mbeumo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner