
Brasilíska goðsögnin Pele liggur á spítala eftir að hafa veikst á dögunum en staðan hans er í mikilli óvissu.
Brasilía vann öruggan sigur á Suður Kóreu í kvöld og mæta Króatíu í 8-liða úrslitum mótsins á föstudaginn.
Neymar tileinkaði Pele sigurinn og er staðráðinn í að vinna heimsmeistaratitilinn fyrir goðsögnina.
„Það er erfitt að tala um það sem Pele er að ganga í gegnum en ég óska honum alls hins besta. Ég vona að hann nái sér eins fljótt og hægt er. Vonandi getur hann hlýjað sér við sigurinn og bikarinn að lokum sem við tileinkum honum," sagði Neymar.
Athugasemdir