Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 05. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kane einu marki frá því að jafna Rooney
Harry Kane skoraði 52. mark sitt fyrir England í gær
Harry Kane skoraði 52. mark sitt fyrir England í gær
Mynd: EPA
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, er nú einu marki frá því að jafna markamet Wayne Rooney með landsliðinu.

Kane spilaði alla þrjá leiki Englands í riðlakeppninni á HM í Katar en tókst ekki að skora.

Hann lagði upp þrjú mörk en eitthvað vantaði upp þegar hann kom sér í færi fyrir framan markið.

Það tók sinn tíma en markið kom loks í gær er England vann Senegal, 3-0. Hann gerði annað mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks með góðu skoti eftir hraða skyndisókn.

Kane er nú með 52 mörk fyrir enska landsliðið og er einu marki frá því að jafna markamet Wayne Rooney. Kane hefur spilað töluvert færri leiki en Rooney en hann er með 79 leiki gegn 120 leikjum Rooney.

England spilar við Frakkland í 8-liða úrslitum klukkan 19:00 á laugardag og væri það tilvalinn leikur til þess að skrifa sig í sögubækurnar.
Athugasemdir
banner
banner