
Mesut Özil, fyrrum liðsfélagi Olivier Giroud hjá Arsenal, var ánægður með markið sem Frakkinn skoraði í 3-1 sigrinum á Póllandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í gær.
Özil og Giroud spiluðu feykivel saman hjá Arsenal frá 2013 til 2018 og mynduðu skemmtilegt teymi.
Giroud skoraði 52. mark sitt fyrir franska landsliðið í gær og er nú markahæsti maður landsliðsins frá upphafi.
Markið hans minnti verulega á skotstíl Özil en hann sparkaði boltanum í grasið þannig hann skoppaði yfir Wojciech Szczesny og í hægra hornið.
Özil kannaðist nú eitthvað við skotstílinn og sendi Giroud skilaboð á Twitter.
„Hver kenndi þér þetta bróðir?" skrifaði Özil og bætti nokkrum lyndistáknum við færsluna. Markið hjá Giroud og færslu Özil fylgir með fréttinni.
Sjáið hér markið frá Oliver Giroud frá öðru sjónarhorni pic.twitter.com/zwgySyDMYj
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 4, 2022
Nice goal... who taught you that bro 😂😎🔥 #FRA #YaGunnersYa #Worldcup2022 @_OlivierGiroud_ pic.twitter.com/kiydGvQ5Ii
— Mesut Özil (@M10) December 4, 2022
Athugasemdir