Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 05. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Özil við Giroud: Hver kenndi þér þetta?
Mesut Özil, fyrrum liðsfélagi Olivier Giroud hjá Arsenal, var ánægður með markið sem Frakkinn skoraði í 3-1 sigrinum á Póllandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í gær.

Özil og Giroud spiluðu feykivel saman hjá Arsenal frá 2013 til 2018 og mynduðu skemmtilegt teymi.

Giroud skoraði 52. mark sitt fyrir franska landsliðið í gær og er nú markahæsti maður landsliðsins frá upphafi.

Markið hans minnti verulega á skotstíl Özil en hann sparkaði boltanum í grasið þannig hann skoppaði yfir Wojciech Szczesny og í hægra hornið.

Özil kannaðist nú eitthvað við skotstílinn og sendi Giroud skilaboð á Twitter.

„Hver kenndi þér þetta bróðir?" skrifaði Özil og bætti nokkrum lyndistáknum við færsluna. Markið hjá Giroud og færslu Özil fylgir með fréttinni.




Athugasemdir