Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 05. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Brasilíu um meiðsli Jesus: Djöfullegar lygar
Tite
Tite
Mynd: EPA
Tite, þjálfari brasilíska landsliðsins, segir það ekki satt að Gabriel Jesus hafi spilað meiddur í 1-0 tapinu gegn Kamerún í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar á dögunum.

Jesus mun ekki spila meira með Brössum í Katar en hann gæti verið frá næstu þrjá mánuði vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Kamerún.

Hann er nú haldinn til Englands þar sem hann mun gangast undir aðgerð og hefst svo endurhæfing í kjölfarið.

Brasilískir miðlar hafa haldið því fram að Jesus spilaði meiddur gegn Kamerún en Tite vísar því til föðurhúsanna.

„Þetta er mjög góð spurning því ég er ekki hrifinn af því að heyra þessar lygar sem eru í dreifingu. Þetta eru djöfullegar lygar og þetta fólk vill ekkert annað en að gera öðrum illt. Ekki undir neinum kringumstæðum setjum við heilsu leikmanna í hættu til að vinna leiki. Þannig þessi lygari sem finnst þarna úti, því það er nafnið hans ekki satt? Þetta er fólkið sem þrífst á hatri og það gefur þeim tækifæri, en ég ráðlegg því fólki að fara að gera eitthvað annað og hætta þessu,“ sagði TIte á fréttamannafundi.

„Arsenal er með frábært læknateymi og það erum við líka og við berum persónulega ábyrgð. Það er siðferði hér og þetta hefði aldrei gerst,“ sagði Tite í lokin.
Athugasemdir
banner