Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   þri 05. desember 2023 20:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak kom inn á og lagði upp tvö í dramatískum bikarsigri
Mynd: Getty Images

Ísak Bergmann Jóhannesson lék stórt hlutverk í frábærum endurkomu sigri Dusseldorf í þýska bikarnum í kvöld.


Dusseldorf heimsótti Magdeburg en bæði lið leika í næst efstu deild. Dussledorf er í baráttu um að komast upp um deild en Magdeburg er um miðja deild.

Ísak byrjaði leikinn á bekknum en Magdeburg var með 1-0 forystu í hálfleik. Ísak kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Jona Niemiec jafnaði metin fyrir Dusseldorf þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma eftir undirbúning Ísaks en Niemiec var þá ný kominn inn á sem varamaður.

Hann tryggði Dusseldorf sigur með marki í uppbótatíma, aftur eftir undirbúining Ísaks. Dusseldorf tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit með þessum sigri.

Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli Voluntari gegn Arad í rúmenska bikarnum. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan í lok september. Voluntari er með fimm stig eftir þrjá leiki í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin fara áfram í keppninni.

Kaiserslautern 2 - 0 Nurnberg
1-0 Richmond Tachie ('75 )
2-0 Ragnar Ache ('78 )

Magdeburg 1 - 2 Fortuna Dusseldorf
1-0 Baris Atik ('15 )
1-1 Jona Niemiec ('87 )
1-2 Jona Niemiec ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner