Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Porro og Son setjast á bekkinn
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það fara tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Fulham mætir Brighton í fyrri leik kvöldsins áður en Bournemouth fær Tottenham í heimsókn.

Leikir kvöldsins lofa góðu og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt. Þau má sjá hér fyrir neðan.

Marco Silva gerir þrjár breytingar á liði Fulham sem náði jafntefli gegn Tottenham í síðustu umferð, þar sem Rodrigo Muniz byrjar í fremstu víglínu í stað Raúl Jiménez á meðan Timothy Castagne og Harry Wilson koma aftur í byrjunarliðið. Kenny Tete og Sasa Lukic detta úr liðinu.

Fabian Hürzeler gerir fjórar breytingar frá jafntefli gegn Southampton, þar sem fyrirliðinn Lewis Dunk kemur aftur inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn síðan í október.

Simon Adingra kemur inn fyrir Danny Welbeck sem er fjarverandi og þá eru Mats Wieffer og Carlos Baleba einnig í byrjunarliðinu. Tariq Lamptey, Georginio Rutter og Yasin Ayari setjast á bekkinn.

Í Bournemouth gerir Andoni Iraola tvær breytingar á byrjunarliðinu sem vann sannfærandi sigur gegn Wolves í síðustu umferð, þar sem Antoine Semenyo fer beint aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið í leikbanni á meðan varnarmaðurinn efnilegi Dean Huijsen fær tækifæri í fjarveru Marcos Senesi úr varnarlínunni.

Ange Postecoglou kemur mörgum á óvart með sínu liðsvali í kvöld, þar sem Son Heung-min sest á bekkinn ásamt Pedro Porro og Timo Werner.

Dejan Kulusevski, Dominic Solanke og Archie Gray byrja í staðinn. Þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur hins 18 ára gamla Gray í ensku úrvalsdeildinni.

Fulham: Leno; Castagne, Diop, Bassey, Robinson; Berge, Wilson; Iwobi, Smith Rowe, Nelson; Muniz.
Varamenn: Benda, Tete, Cuenca, Sessegnon, Pereira, King, Traore, Jimenez, Vinicius.

Brighton: Verbruggen; Van Hecke, Dunk, Igor; Wieffer, O’Riley, Baleba, Estupinan; Adingra, Pedro, Mitoma.
Varamenn: Steele, Lamptey, Gruda, Rutter, Moder, Minteh, Ayari, Ferguson, McConville.



Bournemouth: Kepa; Smith, Huijsen, Zabarnyi, Kerkez; Adams, Christie; Tavernier, Kluivert, Semenyo; Evanilson
Varamenn: Travers, Aarons, Kinsey, Hill, Cook, Biling, Brooks, Outtara, Unal

Tottenham: Forster; Gray, Dragusin, Davies, Udogie; Sarr, Bissouma, Maddison; Kulusevski, Solanke, Johnson
Varamenn: Austin, Reguilon, Spence, Olusesi, Porro, Bergvall, Werner, Son, Lankshear
Athugasemdir
banner