Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 06. janúar 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Drátturinn klár - Stórliðin fá útileiki
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Búið er að draga í 32-liða úrslit enska bikarsins og eru nokkrir gríðarlega spennandi leikir framundan.

Ríkjandi meistarar Manchester City fá Championship lið Fulham í heimsókn, sem sló Aston Villa úr leik í síðustu umferð.

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, á útileik gegn annað hvort Bristol City eða Shrewsbury. Bristol leikur í B-deildinni og Shrewsbury er í C-deild.

Arsenal og Leeds mætast í kvöld og mun sigurliðið heimsækja Bournemouth í næstu umferð. Þá á Southampton heimaleik framundan gegn annað hvort Middlesbrough eða Tottenham.

Watford þarf að spila aftur við Tranmere eftir að hafa misst niður þriggja marka forystu á heimavelli. Takist liðinu að sigra þar er úrvalsdeildarslagur framundan þar sem annað hvort Wolves eða Manchester United kíkir í heimsókn.

Chelsea á útileik við Hull City og þá eiga Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spennandi leik við Norwich.

Leicester heimsækir Patrik Gunnarsson og félaga til Brentford á meðan West Ham United mætir West Bromwich Albion, sem trónir á toppi Championship deildarinnar ásamt Leeds.

Það vekur athygli að öll stórlið enska boltans nema Man City drógust sem útivallarlið.

Man City - Fulham
Bristol City/Shrewsbury - Liverpool
Bournemouth - Arsenal/Leeds
Southampton - Middlesbrough/Tottenham
Watford/Tranmere - Wolves/Man Utd
Hull - Chelsea
Burnley - Norwich
Brentford - Leicester
West Ham - West Brom
Rochdale/Newcastle - Oxford Utd
Portsmouth - Barnsley
QPR - Sheff Wed
Northampton - Derby County
Millwall - Sheff Utd
Bristol Rovers/Coventry - Birmingham
Reading/Blackpool - Cardiff/Carlisle
Athugasemdir
banner
banner
banner