mán 06. janúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Henderson verður með Manchester United á næsta tímabili
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
The Athletic greinir frá því í dag að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vilji að markvörðurinn Dean Henderson verði hjá félaginu á næsta tímabili.

Henderson er annað tímabilið í röð á láni hjá Sheffield United og frammistaða hans þar hefur verið mjög góð í vetur.

Henderson er 22 ára gamall og Manchester United lítur á hann sem framtíðar markvörð hjá félaginu.

Solskjær telur að Henderson geti barist betur við David De Gea um markvarðarstöðuna á næsta ári heldur en Sergio Romero.

Hinn 32 ára gamli Romero hefur verið varamarkvörður undanfarin ár og spilað bikarleiki United en hnémeiðsli hafa verið að stríða honum.
Solskjær telur að framfarir Henderson séu þannig að hann sé betur til þess fallinn að berjast við De Gea næsta vetur heldur en Romero.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner