Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guy Smit hjá Leikni í Pepsi Max-deildinni
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski markvörðurinn Guy Smit verður áfram í herbúðum Leiknis Reykjavík á næstu leiktíð.

Smit gekk í raðir fyrir Leiknis fyrir síðustu leiktíð og var hann flottur í marki liðsins er það vann sér sæti í Pepsi Max-deildinni.

Smit er 24 ára gamall og er 1,95 m á hæð. Hann var hjá FC Eindhoven og De Graafschap. Á yngri árum var hann í herbúðum Vitesse og NEC Nijmegen. Hann var hjá síðastnefnda liðinu á sama tíma og Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður.

„Guy Smit hefur skrifað undir nýjan samning við #StoltBreiðholts og mun sá hollenski verja mark okkar í Maxaranum á komandi sumri. Þrefalt húrra fyrir því," segir í tilkynningu Leiknismanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner