Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 06. janúar 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hinn efnilegi Molumby farinn til Preston á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Preston North End er búið að tryggja sér Jayson Molumby á lánssamningi út tímabilið.

Molumby er írskur miðjumaður sem þykir gríðarlega efnilegur en hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Brighton sem er að spila þokkalegan fótbolta undir stjórn Graham Potter.

Molumby gæti orðið lykilmaður í liði Preston sem er um miðja deild sem stendur, aðeins nokkrum stigum frá umspilsbaráttunni.

Molumby á 5 leiki að baki fyrir A-landslið Íra auk þess að hafa spilað 40 leiki fyrir yngri landsliðin.

Molumby var lánaður til Millwall á síðustu leiktíð og var snöggur að vinna sér inn byrjunarliðssæti og festa sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í liðinu.

Molumby var afar eftirsóttur í vetur en valdi Preston þar sem hann þekkir nokkra samlanda sína hjá félaginu, meðal annars fyrirliðann Alan Browne.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner