Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. janúar 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hver tekur við af Sonný?
Sonný Lára
Sonný Lára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Tinna Brá Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tilkynnti markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir að hún hefði leikið sinn síðasta leik fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks. Ferill Sonnýjar í Kópavoginum var farsæll en hún spilaði 140 leiki fyrir liðið og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari. Sonný hefur verið fyrirliði Breiðabliks síðustu ár svo ljóst er að stórt skarð þarf að fylla.

En hverjar eru líklegar til að taka stöðu Sonnýjar í marki Breiðabliks? Fótbolti.net tók saman lista yfir sjö markverði sem gætu komið til greina.

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (24 ára)

Ásta Vigdís er samningsbundin Breiðabliki út þetta ár en í fyrra var hún á láni hjá Keflavík. Ásta hjálpaði Keflvíkingum að komast upp úr Lengjudeildinni en frammistaða hennar í leikjum sumarsins þótti ágæt. Ásta var varamarkvörður fyrir Sonnýju sumarið 2019 og spilaði einn leik í deild og einn í bikar. Það var hins vegar í Evrópukeppninni sem Ásta Vigdís vakti athygli en hún var hetja Blikaliðsins sem lagði Spörtu Prag að velli í 32-liða úrslitum. Ásta stóð einnig í markinu þegar Breiðablik féll úr leik gegn stórliði PSG í 16-liða úrslitunum.

Telma Ívarsdóttir (21 árs)

Telma er líkt og Ásta Vigdís samningsbundin í Kópavoginum út þetta ár en í fyrra var hún á láni hjá FH. Telma spilaði 13 leiki með FH í Pepsi Max deildinni en liðið endaði í 9. sæti og féll. Þrátt fyrir ungan aldur á Telma 78 meistaraflokksleiki að baki, flesta í 1. deild með Fjarðabyggð, Haukum og Augnabliki. Telma lék 26 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, síðast í milliriðli EM með U19 árið 2018. Telma hefur ekki spilað meistaraflokksleik fyrir Breiðablik.

Tinna Brá Magnúsdóttir (16 ára)

Tinna Brá vakti athygli með Gróttu í sumar þar sem hún var einn besti leikmaður liðsins sem endaði í 6. sæti Lengjudeildarinnar. Tinna þykir einn efnilegasti markvörður landsins en hún er samningsbundin á Seltjarnarnesi út árið 2021. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Breiðablik sett sig í samband við Gróttu vegna Tinnu og sjá Blikar hana fyrir sér sem framtíðarmarkmann liðsins. Eins og gefur að skilja á Tinna ekki langan meistaraflokksferil að baki svo líklegt verður að teljast að Blikar láni hana og þá líklegast til baka í Gróttu í eitt tímabil verði af félagaskiptunum.

Ingibjörg Valgeirsdóttir (22 ára)

Hornfirðingurinn Ingibjörg Valgeirsdóttir gekk til liðs við KR 18 ára gömul og hefur nú leikið 58 leiki fyrir Vesturbæinga. Ingibjörg var fastamaður í yngri landsliðunum og hefur í tvígang verið í hóp hjá A-landsliðinu. KR féll úr Pepsi Max deildinni í sumar en þrátt fyrir það framlengdi Ingibjörg samning sinn við liðið á dögunum. Það er því spurning hvað gerist ef kallið kemur úr Kópavoginum, en Ingibjörg þykir “góð í fótunum” sem hentar leikstíl Breiðabliks vel.

Chanté Sandiford (30 ára)

Hin bandaríska Chanté er næstelsti markmaðurinn á listanum en hún lék með Selfossi á árunum 2015-2017 og svo með Haukum síðustu tvö ár. Bæði árin hefur Chanté verið í liði ársins í 1. deild en í sumar var hún fyrirliði Hauka.

Chanté hefur einnig á ferli sínum leikið með Avaldsnes í Noregi, Zorky Krasnogorsk í Rússlandi ásamt nokkrum liðum í Bandaríkjunum. Þá hefur Chanté spilað 5 leiki fyrir landslið Gvæjana. Chanté er í hörkuformi en meðfram fótboltanum starfar hún sem einkaþjálfari. Hún er samningsbundin Haukum út árið 2022.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (17 ára)

Cecilía hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún hefur leikið vel og verið í A-landsliðshópnum á síðasta ári. Háværar sögur um möguleg félagaskipti Cessu til Everton berast manna á milli þessa dagana. Líklegt þykir að Cecilía verði lánuð frá Everton til annars félags og hefur Breiðablik verið nefnt sem mögulegur áfangastaður

Guðbjörg Gunnarsdóttir (35 ára)

Guðbjörg hefur leikið með Djurgarden í Svíþjóð undanfarin ár en um áramótin varð ljóst að hún væri að öllum líkindum á förum frá félaginu. Gugga hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins um árabil. Á þessum tímapunkti er óljóst hvert næsta skref hennar verður, kemur hún heim eða heldur áfram að leika erlendis?

Það er líklegt að Breiðablik muni veðja á annað hvort Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur eða Telmu Ívarsdóttur í sumar. Það er þó ekki útilokað að Íslandsmeistararnir horfi til reynslumeiri markvarða eins og Guðbjörgu eða Chanté eða þá reyni að fá til sín mikið efni eins og Tinnu Brá.
Athugasemdir
banner
banner