Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
KSÍ ætlar að taka viðtöl við mögulega þjálfara kvennalandsliðsins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vonast til að nýr þjálfari kvennalandsliðsins verði kynntur í þessum mánuði.

Jón Þór Hauksson lét af störfum í síðasta mánuði og leit stendur yfir að nýjum þjálfara í auganblikinu. Nýr þjálfari mun undirbúa íslenska liðið fyrir EM í Englandi á næsa ári.

Guðni segir að stefnan sé á að ræða við nokkra mögulega þjálfara en þau starfsviðtöl eru þó ekki farin í gang.

„Þetta er í ferli og við erum byrjuð að stilla upp dagskrá hvað það varðar. Við ætlum að setja upp viðtöl við þjálfara sem koma til greina," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, hafa mest verið orðuð við starfið hingað til.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner