Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 06. janúar 2021 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
LeBron James og Mbappe gefa út skó saman
Kylian Mbappe, einn besti fótboltamaður í heimi, og LeBron James, besti körfuboltamaður í heimi, eru að gefa út saman skó; fótboltaskó og körfuboltaskó.

Báðir eru þeir á samningi hjá Nike og þetta er virkilega skemmtilegt samstarf enda tveir af bestu íþróttamönnum í heimi.

Til þess að marka þetta samstarf ákvað Nike að gefa pening í góðgerðarsamtök sem Mbappe og James standa fyrir. Mbappe er með góðgerðarsamtök þar sem hann hjálpar 98 krökkum að upplifa draum sinn með því að styðja þau fjárhagslega. James styður einnig börn og unglinga í sínum góðgerðarsamtökum.

Það er ekki annað hægt að segja en að þessir skór séu mjög flottir, eða hvað? Skórnir koma út 9. janúar.



Athugasemdir
banner
banner