Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 06. janúar 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ágúst eftir fyrsta leik Kristians með Ajax: Þetta var geðveikt moment
Bræðurnir ferskir
Bræðurnir ferskir
Mynd: ÁEH
Ágúst Eðvald Hlynsson leikmaður Horsens í Dannmörku var í áhugaverðu viðtali hér á Fótbolta.net í gærkvöldi.

Það var farið um víðan völl í spjallinu en Sæbjörn Steinke spurði Ágúst út í bróðir sinn, Kristian Nökkvi Hlynsson í lokin. Kristian lék sinn fyrsta leik fyrir Ajax á dögunum og gerði sér lítið fyrir og skoraði í 4-0 sigri á Barendrecht í bikarnum. Stoltur af litla bróðir?

„Já ekkert smá, þetta var alveg geðveikt móment. Hann var svo pollrólegur yfir þessu öllu saman. Ég fékk skilaboð daginn áður bara; "Ég er í hóp." Það var ekkert meira en það, bara 'Ha? með aðalliðinu?' og hann bara 'Já'."

Þér fannst þetta kannski stærra en honum sjálfum jafnvel?

„Já, ég held að ég hefði verið aðeins öðruvísi ef ég hefði verið nýbúinn að setja hann með Ajax."
Staða Ágústs ekki nógu góð - Færir sig líklega til í Skandinavíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner