Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. janúar 2022 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Eysteinn Húni ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Val
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Vals tilkynnti í kvöld ráðningu á nýjum yfirþjálfara yngri flokka félagsins en Eysteinn Húni Hauksson tekur við stöðunni og hóf störf í upphafi árs.

Eysteinn Húni starfaði síðast hjá Keflavík þar sem hann var þjálfari meistaraflokks ásamt Sigurði Ragnari Eyjólfssyni áður en honum var óvænt sagt upp eftir tímabilið.

Hann hefur einnig þjálfað Hött, Grindavík og ÍBV en tekur nú við starfi sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Val.

Eysteinn kemur í fullt starf hjá Val og verður með yfirumsjón yfir skipulagningu hjá yngri flokkum félagsins en iðkendur félagsins eru yfir 600 talsins.

Hann lauk UEFA Pro gráðunni á dögunum sem er æðsta gráða UEFA.

„Ég geng glaður til starfa hjá Val sem er heillandi stórveldi í íslenskum íþróttum og hlakka til að takast á við þá áskorun með starfsfólki félagsins, þjálfurum, og leikmönnum að gera gott starf enn betra. Markmið og framkvæmdir skapa árangur og ég mun vinna út frá því, hvort sem rætt er um knattspyrnulega eða félagslega þætti," sagði Eysteinn við undirskrift.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner