Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. janúar 2022 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle skoðar fjóra sóknarsinnaða leikmenn
Todd Cantwell er opinn fyrir því að fara til Newcastle
Todd Cantwell er opinn fyrir því að fara til Newcastle
Mynd: Getty Images
Það verður nóg um að vera í glugganum hjá enska félaginu Newcastle United en það skoðar nú fjóra sóknarsinnaða leikmenn til að styrkja hopinn.

Newcastle er í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig og er ljóst fall blasir við félaginu ef það styrkir ekki hópinn í glugganum.

Mohamed Bin Salman keypti Newcastle af Mike Ashley undir lok síðasta árs fyrir 300 milljónir punda en markmið hans er að gera félagið eitt það stærsta í Evrópu.

Newcastle er að ganga frá kaupum á Kieran Trippier frá Atlético Madríd en það mun einnig leitast eftir því að styrkja sóknarlínuna enn frekar.

Telegraph nefnir fjóra leikmenn sem Newcastle er með augun á en það eru þeir Divock Origi hjá Liverpool, Dominic Solanke hjá Bournemouth, Eddie Nketiah hjá Arsenal og Todd Cantwell hjá Norwich.

Origi verður samningslaus í sumar en Liverpool myndi samþykkja 10 milljón punda tilboð í leikmanninn. Solanke hefur verið einn besti maður Bournemouth sem er í toppmálum í ensku B-deildinni á meðan Nketiah er í basli með að fá mínútur hjá Arsenal og verður samningslaus í sumar.

Cantwell er þá fjórða nafnið en Norwich er opið fyrir því að selja hann fyrir 15-20 milljónir punda. Hann á aðeins átján mánuði eftir af samningi sínum hjá Norwich.
Athugasemdir
banner
banner
banner